• Heim
  • Fréttir

Alþjóðlegi Margarita dagurinn

National Margarita Day

Í dag þann 22 febrúar er hin alþjóðlegi margarita dagur haldin hátíðlegur. 

Taka skal fram að dagurinn á alls ekkert skilt við flatbökuna með sem skartar sama nafni. Um er að ræða heimsfræga kokteilinn Margarita sem inniheldur í grunninn tekíla og margir telja að eigi uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Uppruni alþjóðlega Margarita dagsins er óljós rétt eins og uppruni kokteilsins en dagurinn hefur verið haldin hátíðlegur þann 22 febrúar í mörg ár.

Það fara margar mismunandi sögur um uppruna kokteilsins Margarita og úr þeim heimildum sem Viceman hefur þá má rekja uppruna kokteilsins aftur til 1938. Segir sagan að maður nokkur að nafni Carlos “Danny” Herrera, eigandi mexíkanska veitingastaðarins Rancho La Gloria, hafi sett kokteilinn saman fyrir danskonu að nafni Marjorie King.

 Marjorie þessi hafði af einhverjum mögnuðum ástæðum ekki þolað aðrar áfengis tegundir heldur en tekíla án þess þó að vilja það óblandað. Brá þá Carlos á það ráð að bæta við salti og límónu safa og lagði þar með grunninn fyrir kokteilinn Margarita. 

Bandaríska söngkonan Peggy Lee

Telja margir að Margarita hafi fyrst verið búinn til í Galveston, Texas fyrir söngkonuna Peggy Lee, þar sem Peggy er þekkt sem gælunafn fyrir einhvern sem heitir Margaret (Margarita).

Önnur saga segir að kona að nafni Margaret (a.k.a Margarita) Sames hafi fyrst manna búið til kokteilinn fyrir veislu í Acapulco árið 1948 og enn önnur að kokteillinn hafi fyrst verið búinn til fyrir leikkonuna Ritu Hayworth sem lék listir sínar í leikhúsi í Tijuana í kringum 1940. Ástæða tengingarinnar er upprunanlegt nafn Ritu sem var Margarita Cansino. 

Bókin Imbibe! eftir David Wondrich

Taka skal fram að fleiri sögur eru til en samkvæmt kokteil prófessornum David Worndrich sem skrifaði meðal annars bókina Imbibe! telur David að líklegast sé að Margarita hafi þróast út frá flokki kokteila sem nefnist “daisy”. 

Í þeim flokki er að finna kokteilar sem blandaðir eru úr alkahóli, sítrus safa, grenadíni og bornir fram á klaka. Daisy kokteilar voru vinsælir í kringum árin 1930 til 1940 og var undirstöðu áfengi í daisy kokteilum var yfirleitt gin eða viskí og ekki ólíklegt að tekíla hafi bæst við á einhverjum tímapunkti.

Líklegt er að þróunin hafi svo átt sér stað á þann hátt að appelsínu líkjör hafi svo bæst við og þar með sú uppskrift sem barþjónar út um allan heim notast við þegar blanda á kokteilinn Margarita

Hér að neðan má sjá vinsæla útgáfu af kokteilnum Margarita þar sem hann er í frosnu formi og notast er við ljóst tekíla frá framleiðandanum Padré Azul. 

Frozen Margarita með Padre Azul

Hér má finna Uppskrift af Frozen Margarita 

Fyrir þá sem vilja lesa meira kokteilinn Margarita 

Ert þú að fylgja Viceman á Instagram og Facebook?
Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Vissir þú að Viceman er líka með podcast?
Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi. 
Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.

Allir ættu að finna þátt við sitt hæfi.
Happy Hour er Hægt að nálgast á Spotify,
Ertu með Iphone? Smelltu hér
Eða öllum helstu hlaðvarpsveitum

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...