• Heim
  • Fréttir

Happy Hour – 50 þættir


Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég þá hugmynd að búa til hlaðvarp þar sem eg spjallaði við fólk úr veitingabransanum. Verandi málglaður maður með ástríðu fyrir því sem ég hef gert hálfa ævina þótti mér tilvalið að ná að sameina þessa tvo hluti og varð til hlaðvarpið Happy Hour með the Viceman.

Ég hafði ekki hugmynd um hvernig maður ætti að snúa sér í hlaðvarps gerð, kunni ekki neitt á upptöku græjur og hafði örsjaldan talað í míkrafón. Það væri þá helst í mis góðum karaioke flutning hér á árum áður.

Hefði ekki verið fyrir vin minn hann Ómar Vilhelmsson væri ansi ólíklegt að Happy Hour hefði orðið að veruleika þvi Ómar er nefninlega mesti “plöggari” sem ég veit um og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa hjálpað mér að koma þessu í gang.

Upptökur hófumst af miklum krafti og fyrir lok ársins 2019 voru þættirnir orðnir 20! Það er vel af sér vikið á þremur mánuðum enn ákvörðun var svo tekin um að slaka aðeins á og birta einn þátt í viku sem hefur nokkurnvegin gengið eftir fyrir utan pásu yfir há sumarið.

Með tímanum hefur Happy Hour þróast og tekið á sér ákveðna mynd. Í raun má segja að í hlaðvarpinu séu fimm mismunandi seríur sem má lesa nánar um hér.

Í þáttunum er ég búinn að fá að kynnast og spjalla við ótrúlega fjölbreyttan hóp af fólki sem hefur það allt sameiginlegt að hafa áhuga á veigum í fljótandi formi.

Það eru enn fjöldi fólks að gera spennandi hluti í drykkjar heiminum og því spennandi tímar framundan í Happy Hour með the Viceman.

Að því sögðu langar mig til að þakka öllum sem hafa hlustað á þættina og sömuleiðis alla sem hafa þegið boð um að koma í þættina. Það eru bjartir tíman framundan þegar maður getur gleymt sér að hlusta á eitthvað sem manni þykir skemmtilegt.

kær kveðja

Andri Davíð Pétursson

The Viceman

Andri á góðri stundu

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...