• Heim
  • Happy Hour

Hjörvar Óli Sigurðsson

Hjörvar Óli Sigurðsson | Bjórdælan
Happy Hour með The Viceman

Viceman heldur áfram að breikka sjóndeildarhringinn þegar kemur að veigum í fljótandi formi. Að þessu sinni með fyrsta þátt af Bjórdælunni þar sem fyrsti bjór spekingurinn var Hjörvar Óli Sigurðsson sem starfar á Brewdog Reykjavík.

Hjörvar er alinn upp á Akureyri en eftir að hafa heillast af bjórheiminum ákvað hann að slá til þegar hann fékk boð um að flytja suður gagngert til að vinna á Brewdog Reykjavík sem fagnaði eins árs afmæli þann 21 september síðastliðin. 

Hjörvar Óli á góðri stundu.

Það er óhætt að segja að Hjörvar sé vel lesin þegar kemur að bjór því í ágúst síðast liðnum lauk hann prófi sem gerir honum hleypt að kalla sig “Certified Cicerone” sem er eins konar þekkingar vottun innan bjóriðnaðarins. Hjörvar er fyrstur Íslendinga til að hljóta þann titil og jafnframt sá eini á landinu í augnablikinu. 

Hjörvar tekur það hinsvegar fram að hann óski þess að svo verði ekki mikið lengur því það sé eingöngu bjórsenunni til framdráttar að fleiri öðlist þekkingu og hvetur hann aðra bjóráhugamenn og konur til að sækja sér réttindin. 

Hér má lesa nánar um það í viðtali við Hjörvar sem birtist á mbl.is

Hjörvar Óli á Brewdog


Þrátt fyrir að Viceman hafi lokið sveinsbréfi í framreiðslu þar sem grunnþekking í Bjórfræðum fylgdi með fyrir að verða 10 árum þá er óhætt að segja að sú þekking kemst ekki með tærnar þar sem Hjörvar hefur hælana. Sú fræðsla sem þessi ungi drengur býr yfir þegar kemur að bjór og hæfileikarnir til að geta útskýrt sína þekkingu er algjörlega til fyrirmyndar. 

Viceman hvetur alla sem hafa áhuga á bjór að hlusta á þáttinn Bjórdælan í Happy Hour Hlaðvarpinu þar sem í boði er tveggja tíma fræðsla frá eina “Certified Cicerone” á Íslandi. 

Fyrir þá sem hafa virkilega mikin áhuga á Bjór þá heldur Hjörvar reglulega 90 mínútna Bjórnámskeið sem kallast Epic Beer Lesson With The Only Certified Cicerone In The Village

Á námskeiðinu eru 6 mismunandi bjórar smakkaðir ásamt léttum veitingum úr eldhúsi Brewdog Rvk. Það eru nokkur námskeið á döfinni fyrir jól og fara svo aftur í gang á nýju ári. 

Hér að neðan eru bækur sem Hjörvar mælir með fyrir þá sem vilja auka við sig þekkingu um bjór:
Tasting Beer
The Brewmaster´s Table

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...