• Heim
  • Happy Hour

Selma Slabiak

Selma Slabiak með allt á hreinu
Selma Slabiak

Happy Hour með The Viceman
Selma Slabiak | Íslandsvinurinn

Selma er frá Danmörku en fluttist til New York til að vinna með og læra af þeim bestu í heimi kokteilana. Síðan þá hefur hún smátt og smátt orðið einskonar sendiherra Norrænu kokteilsenunar sem hún tekur hinsvegar fram að hafi komið til vegna uppruna síns í Danmörku frekar en að hafa lagt sérstaka áhærslu á það sjálf.

Hún hefur hinsvegar góða innistöðu til að bera svo veigamikinn titil því Selma er höfundur bókarinnar Spirit of the North: Cocktail Recipes and Stories from Scandinavia sem kom út í fyrra.

Spirit of the North: Cocktail recipes and stories from Scandinavia er kokteilbók þar sem er að finna uppskriftir af bæði drykkjum, sírópum, óáfengum drykkjum í bland við skemmtilegar sögur frá hráefnum sem eru tengd norðurlöndunum. 

Selma var gestur Viceman í Happy Hour Hlaðvarpinu og hér má lesa brot af því sem kom fram í þættinum: 

Hvað er í uppáhaldi hjá Selmu?
Kokteill: 50/50 Gin Martini eða Tuxedo
Vodka: Alan Ducasse Grey Goose 
Gin: í Dry Martini kokteil og fer ginið eftir hvaða Vermút er notaður
Romm: Mai Tai og Tiki kokteilar í miklu uppáhaldi
Tekíla: Heldur áfram að rísa 
Koníak: Mun gera comeback í kokteilum og þegar byrjað með fyrirtækjum eins og Pierre Ferrand sem framleiða meðal annars Dry Curacao
Skoskt Viskí: Blended Viskí og Single Malt er farið að rata í kokteila 
Bourbon og Rye: Bourbon tengt við Suðurhluta og Rye við Norðurhluta Bandaríkjana og mun verða vinsælla á næstu árum.
Hráefni frá Norðurlöndunum:  Rabarbari, vilt hindber, Rósaber

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Selmu:
Geta fundið hana hér á Instagram 

Hér má svo lesa viðtal við Selmu sem birtist á einni virtustu  kokteil síðu í heimi lquor.com

Það verður spennadi að fylgjast með næstu skrefum hjá Selmu en hún er um þessar mundir að vinna að opnun á nýjum bar í New York.

Happy Hour Hlaðvarpið má líka finna á Spotify og öllum helstu hlaðvarps veitum.

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...