• Heim
  • Fréttir

Alþjóðlegi Gin dagurinn

Í dag 13 júní er aðlþjóðlegi Gin dagurinn haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldin ár hvert á öðrum laugardegi júní og er tilgangur dagsins að vekja athygli á þessum magnaða drykk. Gin hefur verið framleitt í mörg ár og spila tvö lönd stóran part í því að Gin er jafn vinsælt og við þekkjum í dag.

Allt frá 15 öld fluttu sjómenn sem ferðuðust á frá Hollandi gjarnan með sér séniver frá Hollandi þegar þeir komu til Brétlands. Oft er talað um séniver sem undanfara gins því báðar áfengis tegundirnar eiga það sameiginlegt að innihalda einiber sem grunn hráefni. 

Það var svo á 16 öld Englendingar eignuðust konung af Hollenskum uppruna er nefndist King William of Orange. Ákvörðun konungs um að hætta innfluttning á frönsku brandy sem var þá mikið drukkið í Brétlandi, varð til þess að vinsældir séniver á Brétlandseyjum margfölduðust. 

Árið 1690 var svo einka aðilum heimilað að framleiða áfengi og í kjölfarið spruttu upp fjöldi smá eimhúsa. Þau hófu framleiðslu á eimuðum einiberja spíra og var Hollenskur séniver ávallt fyrirmyndin. Gæðin voru hinsvegar töluvert lakari enda lítil reynsla til staðar og hráefnið sem notast var við ekki jafn gott og hjá Hollendingum. 

Með tímanum urðu gæðin betri og þróast ný áfengistegund sem við þekkjum í dag sem gin. Nafnið “Gin” þróast frá hollenska heitinu á séniver sem er “Geneva”. Á þeim rúmlega 300 árum sem liðin eru frá þessum tíma hefur átt sér gríðarleg þróun í framleiðslu á gini. Fleiri framleiðslu lönd hafa bæst í hópinn út um allan heim.

Eitt þessara landa er Japan og er líklegasta ástæðan fyrir því framleiðsla á annari áfengistegundum sem Japanir hafa náð gríðarlegum árangri með á undanförnum árum.

Árið 1936 kemur fyrsta Japanska viskíið á markað og hefur viskíframleiðsla í Japan aukist gríðarlega síðan þá. 

Viskí framleiðsla er tímafrek og tími kostar peninga. Það er því mjög algengt að viskí framleiðendur hafi tekjur af annari framleiðslu sem er ögn ódýrari. Oftar enn ekki er það gin framleiðsla og hefur framleiðsla á japönsku gini haldist í takt við viskí framleiðsluna þar í landi. Sem dæmi þá margfaldaðist útflutningur af japönsku gini um 600% frá árinu 2017 til 2018 þegar 1.4 milljón lítrar af gini voru fluttir út á tólf mánaða tímabili. 

Roku sem framleitt er í Osaka er eitt þeirra og kom það á markað árið 2016. Um er að ræða gin sem inniheldur sex staðbundin hráefni eins og sakura blóm, sakura lauf, yuzu börk, sencha te, gyokuro te og sansho pipar og dregur ginið nafnið sitt þaðan þar sem Roku þýðir einfaldlega sex (6). 

Gin heimurinn er sífellt að verða stærri enda aukast vinsældir þess með degi hverjum. Því ber að fagna þegar lönd gera sínar eigin útgáfur og krydda þennan skemmtilega einiberja spíra með sínum eigin staðbundnu hráefnum. 

Í dag er rétti dagurinn til að fá sér góðan gin drykk.

Skál  

Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?
Fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Skáðu þig í facebook grúppuna Happy Hour með The Viceman

Vissir þú að Viceman er líka með podcast?

Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi.
Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.

Happy Hour með The Viceman má nálgast á efir farandi miðlum:
Beinn linkur á: Spotify , Iphone , Android
Beinn linkur á: Overcast , Podtail , Mytuner , Listen Notes

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...