• Heim
  • Fréttir

Alþjóðlegi Moscow Mule dagurinn

Alþjóðlegi Moscow Mule dagurinn

Mosco Mule er tilvalinn drykkur á góðri stundu.

Í dag 3 mars er sérstakur dagur til heiðurs heimsfræga kokteilsins Moscow Mule. 

Moscow Mule er kokteill sem hefur hlotið gríðarlegra vinsælir út um allan heim og sérstaklega á Íslandi á undanförnum árum. Kokteillinn er mikið augna yndi þegar hann er borinn fram í réttu glasi eða kopar könnu öllu heldur. 

Hvað vitum við um þennan vinsæla drykk?

Byrjum á grunn hráefnunum sem er flestir unnendur Moscow Mule ættu að þekkja. Undirstöðu spíri Moscow Mule er Vodka.
Þar á eftir fylgir lime safi og engifer bjór (sem á að öllu leyti ekkert sameiginlegt) skreytingin er svo lime sneið og ílátið kopar kanna. 

Að auki vitum við að Moscow Mule kemur af Buck kokteil fjölskyldunni  (í stuttu máli samheiti yfir kokteila toppaða með engifer bjór) enda er Moscow Mule stundum kallaður Vodka Buck.

Til að gera góðan Moscow Mule þá þarf að nota góð hráefni

Talið er að kokteillinn hafi fyrst litið dagsins ljós í kringum 1941. Margir halda eflaust að þann daginn hafi dagsljósið skinið í Moskvu í Rússlandi eins og nafnið gefur til kynna. Það kemur eflaust mörgum á óvart sú staðreynd að Moscow Mule hafi fyrst verið búinn til í Los Angeles í Bandaríkjunum. 

Þar var enskur veitingastaður sem hét Cock´n´Bull staðsettur á 9170 Sunset blvd. Eigandi staðarins hét Jack Morgan og er það maðurinn sem telur sig hafa fundið upp Moscow Mule.

Staðinn sótti fjöldin allur af frægu fólki í Hollywood eins og til dæmis Bob Dylan.
Örlög staðarins áttu því miður ekki eftir að enda vel því árið 1987 var tekin ákvörðun um að selja staðinn. Í dag er bílaparta sala í gamla húsinu af Cock´n´Bull.

Uppskrift af Moscow Mule má finna hér

Ert þú að fylgja Viceman á Instagram og Facebook?
Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Vissir þú að Viceman er líka með podcast?
Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi. 
Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.

Allir ættu að finna þátt við sitt hæfi.
Happy Hour er Hægt að nálgast á Spotify,
Ertu með Iphone? Smelltu hér

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...