• Heim
  • Fréttir

Alþjóðlegi Paloma dagurinn

Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn. 

Hvað er Paloma? 

Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla.

Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin er sú að Margaríta er að öllu leyti tengd Bandaríkjunum og kokteillinn lítið sem ekkert drukkinn í Mexíkó. Aðra sögu er að segja um Paloma og ná vinsældir kokteilsins langt út fyrir landamæri Mexíkó. 

Eins og á við um svo marga kokteila þá er hart deilt um uppruna þeirra. Paloma er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum kemur greipaldin gos fyrst á markað í Bandaríkjunum uppúr 1938 og færist yfir til Mexíkó í kringum 1955. 

Hvort greiðaldin gosi hafi fyrst verið blandað með tekíla í Bandaríkjunum eða Mexíkó er óvitað. Það er hinsvegar óhætt að segja það að sá sem ákvað að blanda saman greipaldin gosi, límónu safa og tekíla bjó til einstaklega góðan kokteil sem í dag þekkist sem Paloma. 

Hér má sjá uppskrift af Paloma

Ert þú að fylgja Viceman á Instagram og Facebook?
Fróðleikur, uppskriftir og skemmtileg myndbönd

Vissir þú að Viceman er líka með podcast?
Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi. 
Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.

Myndirnar voru teknar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði

Happy Hour með The Viceman má nálgast á efir farandi miðlum:
Beinn linkur á: Spotify , Iphone , Android
Beinn linkur á: Overcast , Podtail , Mytuner , Listen Notes  

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...