• Heim
  • Fréttir

Bjórdagurinn 2020

Bjórdagurinn
1 mars 2020

Í dag eru 31 ár síðan bjórinn var aftur leyfður til sölu eftir að hafa verið bannaður á landinu síðan 1915.
Það spá kannski ekki margir í því hversu víðtæk áhrif þessi dagur átti eftir að hafa á veitingamenningu landsins þar sem drykkju mynstur fólks  breyttist töluvert eftir þennan dag. 

Upp fóru að spretta krár og pöbbar í smærri kantinum og kráar menningin tók smátt og smátt við af klúbba menningunni sem átti hug og hjörtu “djammara” áttunda áratugarins á stöðum eins og Hollywood, Broadway og Klúbbnum. 

Þróun bjórs á Íslandi var lítil fyrstu árin og voru aðeins tvö brugghús hér starfandi allt þar til ársins 2007. Eftir þann tíma fóru hlutirnir að breytast talsvert með tilkomu handverks brugghúsa.

Ölvishollt Brugghús


Eitt af fyrstu handverks brugghúsunum heitir Ölvisholt og hófst bjórframleiðsla í Ölvisholti árið 2007 á uppgerðum sveitabæ rétt fyrir utan Selfoss. Fyrsti bjórinn sem kom á markað frá Ölvisholti var Skaði og síðar fylgdu bjórar eins og Móri, Freyja, Lava Skaði og Sleipnir. 

Hér má lesa meira um Ölvisholt og nálgast þáttinn með Ástu Ósk bruggmeistara. 

Með tilkomu handverks brugghúsa hefur bjór menningin gjör breyst til hins betra. Íslendingar eru smátt og smátt að átta sig á að til sé fleiri tegundir af bjór eða mismunandi bjór stílar eins og það nefnist á fagmáli. 
Lager bjór hefur verið lang vinsælasti bjórstíllinn og sá bjórstíll sem Íslendingar hafa sóst mest eftir í gegnum tíðina. Það þarf engan sérfræðing til að segja sér ástæðu þess því lager var sennilega eini bjór stíllinn sem bruggaður var á Íslandi frá 1989 til 2007. 

Á undanförnum árum hafa neytendur opnað augun fyrir fleiri bjórstílum eins og til dæmis IPA (india pale ale) sem hefur skapað sér ákveðið trend hérlendis. Nefna má fleiri bjórstíla eins og Wit, Stout, Barley Wine og svo má lengi telja. 

Bjór menningin er sem betur fer orðin þannig í dag að fólk er farið að huga meira af gæðum. Fleiri neytendur eru að bætast við þann hóp sem kýs að drekka frekar til að njóta heldur en að gleyma. Því til rökstuðnings má heyra í hlaðvarps þáttaseríunni  Í Fljótandi Formi í Happy Hour með The Viceman þegar Gissur Kristinsson vín sérfræðingur ÁTVR var gestur og umræðuefnið snérist alfarið af drykkju menningu Íslendinga. 

Í þættinum lýsir Gissur því þegar unga kynslóðin sem er ný skriðin yfir tvítugt mætir í vínbúðina og verslar sér nokkra bjóra fyrir bjórsmakk á meðan eldri kynslóðin verslar sér rútu af ódýrum lager bjór. 

Í dag eru í kringum 30 handverks brugghús á Íslandi sem öll hafa það sameiginlegt að framleiða framúrskarandi bjór af mikilli ástríðu og metnaði. 

Ert þú að fylgja Viceman á Instagram og Facebook?

Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Vissir þú að Viceman er líka með podcast?

Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi. 
Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.
Allir ættu að finna þátt við sitt hæfi.

Happy Hour er Hægt að nálgast á Spotify,Ertu með Iphone? Smelltu hér

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...