• Heim
  • Fréttir

Dagur heilags Patreks

Andri – The Viceman á góðri stundu á Írlandi með þeim Gulla (til vinstri) og Sassa (til hægri)

Þar sem Viceman á ættir sínar að rekja til sunnanverða vestfjarða, nánara tiltekið Patreksfjarðar var óhjákvæmilegt að birta umfjöllun um Patreksdaginn. Dag Heilags Patreks verndardýrlings Íra  St. Patrick’s Day er einmitt haldinn hátíðlegur í dag 17. mars. 

Heilagur Patrekur var kristniboði á miðöldum og verndardýrlingur Írlands sem var uppi á sjöttu öld og átti mikinn þátt í að koma á kristni á í Írlandi. Patrekur fæddist í lok 4. aldar og er talinn hafa látist á seinni hluta 5. aldar en dánardagur hans er einmitt 17. mars.

Dagurinn er einn helsti frídagur Íra og er einnig mikið um dýrðir þar sem innflytjendur af írsku bergi brotnir eru áberandi, s.s. í Boston, Chicago og New York. Á þessum degi er haldið upp á írska menningu og írska arfleifð, sem er kannski ágætlega við hæfi hér líka því að við erum auðvitað að miklu leyti af Írum kominn.

Í tilefni af deginum þá blésu vinir okkar hjá Jameson upp mini útgáfum af deginum á vel völdum stöðum í miðbæ Reykjavíkur um helgina, hér að neðan má sjá myndir og video af því. 

Afhverju áfengi á þessum degi?

Hefð skapaðist fyrir því að halda daginn hátíðlegan til heiðurs Patreki fyrir margt löngu. Þá var kristnum mönnum heimilt að leggja til hliðar föstutakmarkanir sínar hvað varðar mat og áfengis drykkju á þessum degi. 

Þar sem áfengis drykkja hefur oftar enn ekki verið bundin við mannfögnuð og hátíðarhöld, hefur þróunin orðið á þann veg að dagurinn sé í dag, dagur írskrar menningar, sögu og hóflegri neyslu á Írskum veigum í fljótandi formi. 

Það er áhugaverð staðreynd að þrátt fyrir að dagurinn hafi fyrst verið haldin á Írlandi þá var fyrsta Heilags Patreks skrúðgangan gengin í Bandaríkunum. Skrúðgönguhefðin varð óvenju vinsæl á 18. áratugnum, þegar hundruð þúsunda Írskra innflytjenda komu til Ameríku til að komast undan hungursneyð af kartöflum. 

Það er þess virði að benda á Jameson sem er mest selda viskí frá Írlandi. Það er gaman að segja frá því að árið 2019 fékk Viceman að heimsækja Jameson verskmsiðjuna við Bow Street og fræðast um magnaða sögu þessa rótgróna viskí framleiðanda. Hér að neðan má sjá myndir innan úr verksmiðjunni. 


Jameson – St. Patricks day á Íslandi 2020Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?
Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Vissir þú að Viceman er líka með podcast?
Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi. 
Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.
Allir ættu að finna þátt við sitt hæfi.

Happy Hour með The Viceman má nálgast á eftirfandi miðlum:
Beinn linkur á: Spotify , Iphone , Android
Beinn linkur á: Overcast , Podtail , Mytuner , Listen Notes  
Ekki gleyma að henda í Like, Comment og Follow

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...