• Heim
  • Fréttir

Happy Hour Podcast

Happy Hour með The Viceman

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og heiminum öllum er mikilvægt að fólk finni sér leiðir til að bregða sér úr bláköldum veruleikanum þessa dagana.
Að því sögðu vill Viceman benda afþreyinga þyrstu fólki á hlaðvarpið Happy Hour með The Viceman.

Það er mikið fjallað um mat og matargerð í fjölmiðlum og því áhugavert hversu lítið er í raun og veru fjallað um drykki því til samanburðar. Happy Hour með The Viceman er hlaðvarp sem fjallar um fjölbreyttar veigar í fljótandi formi og hefur gert síðan hlaðvarpið hóf göngu sína þann 20 október á síðasta ári.

Þáttarstjórn er í höndum Andra Daviðs Péturssonar sem er menntaður framreiðslumeistari með sérhæfingu í barþjónustu.
Andri hefur verið áberandi í barsenu Íslands undanfarin ár og varð meðal annars fyrstur til að hljóta titilinn World Class Bartender of the Year árið 2016.
Sama ár keppti hann fyrir Íslands hönd í World Class Global Finals í Miami á móti 60 bestu barþjónum heims frá jafn mörgum löndum.
Eftir Miami ævintýrið hefur Andri oftar enn ekki verið tengdur við Viceman á meðal kunningja í vetingabransanum.

Fyrsti viðmælandinn í Happy Hour með The Viceman var barþjónninn Jónmundur Þorsteinsson sem er án efa einn sigursælasti barþjónn landsins og einn af eigendum kokteil barsins Jungle í Austurstræti. Eftir að sá þáttur fór í loftið eru þættirnir orðnir 36 talsins  og það á rétt rúmlega fjórum mánuðum.

Hvernig virkar Happy Hour?

Best er að lýsa Happy Hour á þann hátt að Happy Hour sé hlaðvarps rás með 6 mismunandi þáttarröðum innanborðs.
Þær eru:
Hristarinn, Vínkaraflan, Bjórdælan, Í Fljótandi Formi, Fyrir Framan Barinn og English Channel.

Hér að neðan má sjá lýsingu á þáttaröðunum:

Hristarinn

  • Þáttaröðin þar sem Viceman fær til sín bestu barþjóna landsins og hristir úr þeim fróðleikin og galdurinn á bakvið góða kokteila.


Vínkaraflan

  • Þáttaröðin þar sem Viceman fær til sín helstu vín sérfræðinga landsins sem umhella sínum fróðlek í vínkaröflu fyrir hlustendur.
Bjórdælan
  • Þáttaröðin þar sem Viceman fær til sín Íslenska bjór framleiðendur og fá hlustendur að heyra þeirra sögu.
Í Fljótandi Formi
  • Þáttaröðin þar sem Viceman fær til sín frumkvöðla, framleiðendur og heildsala í drykkjar framleiðslu. 
Fyrir Framan Barinn
  • Þáttaröðin þar sem Viceman fær til sín viðmælendur úr öllum öðrum stéttum samfélagsins heldur en bar og veitinganga geiranum og ræðir við þá um veigar í fljótandi formi.
English Channel
  • Þáttaröðin þar sem Viceman fær til sín viðmælendur úr veitingageiranum utan úr heimi og fara þættirnir alfarið fram á ensku.

Happy Hour með The Viceman má einnig nálgast á efir farandi miðlum:
Beinn linkur á: Spotify , Iphone , Android
Beinn linkur á: Overcast , Podtail , Mytuner , Listen Notes  

Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?
Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir, myndbönd eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Skráðu þig í Happy Hour grúppuna á facebook

Ekki gleyma að henda í Like, Comment og Follow á Viceman.

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...