• Heim
  • Fréttir

Hvað er Bourbon?

Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu.

Hvað er bourbon?

Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi nafnið sitt frá sýslu með sama nafn innan Kentucky fylkisins í Bandaríkunum. Það má segja að allt bourbon sé viskí enn allt viskí er hinsvegar ekki bourbon. Til að viskí geti heitið bourbon verða framleiðendur að fylgja ákveðnum reglugerðum. 

Fyrir það fyrsta þá þarf viskíið að vera framleitt í Bandaríkunum og skiptir ekki máli hvaða fylki um ræðir enn eru þó flest bourbon viskí framleidd í Kentucky fylkinu. Að auki þarf innihald bourbon að vera  að minnsta kosti 51% mais korn og ekki meira enn 79%. enn flest innihalda þau í kringum 70% mais korn sem glöggt má sjá þegar stendur “Corn Whiskey” á flöskunni.

Þar fyrir utan verður innihaldið að vera maltað bygg og annað hvort rúgur eða hveiti. Bourbon þarf að liggja að minsta kosti í 2 ár á nýrri ristaðri eikartunnu úr Amerískri eik. Algengast er þó að dvalartími bourbon í tunnu sé fjögur ár eða lengur og bætist þá við “Stright bourbon whiskey” á flösku miðan. 

Viskíið fær bæði lit sinn og bragðeinkenni úr tunnunni eins og til dæmis þá sætu karamellu tóna sem eru dæmigerðir í bourbon viskí.
Það er ekki leyfilegt að nota tunnurnar aftur undir bourbon framleiðslu og því enda þær oftar enn ekki í eldivið enn lang flestar enda þó í Skotlandi undir viskí framleiðslu þar í landi. 

Bourbon iðnaðurinn átti erfitt til uppdráttar í kringum bannárin í Bandaríkjunum og voru hinar ýmsu leiðir farnar til að ná til mögulegra kaupenda um leið og banninu var aflétt. Einn af þekktustu Bourbon framleiðendum í heimi er án efa Jim Beam og hafa flestir sem hafa gengið inn á bar séð flösku af Jim Beam í hillunni. 

Partur af Jim Beam fjölskyldunni á góðri stundu

Jim Beam fór meðal annars þá leið að láta sér hanna fyrir sig flöskur sem voru í raun algjör listaverk eins og sjá má á myndinni af hestinunum hér að ofan. Í seinni tíð hefur eftirspurn eftir bourbon aldrei verið meiri enn nú og eru líklegar ástæður þess hversu gott bourbon viskí er til kokteila gerðar, enda mikil uppsveifla í kokteilum út um allan heim og í tilfelli bourbon má nefna drykki eins og Whiskey Sour og Old Fashioned. 

Þessari þróun hafa framleiðendur eins og Jim Beam svarað á sniðugan hátt með því að setja á markað vörur eins og til dæmis Jim Beam Apple, Jim Beam Red Stag og Jim Beam Honey enn þar er um að ræða bragðbætt viskí sem er sérstaklega ætlað til íblöndunar.

Það er óhætt að segja að Bourbon viskí hefur aldrei verið á meiri siglingu eins einmitt núna.

Skál

Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?
Fróðleikur, uppskriftir og myndbönd

Skáðu þig í facebook grúppuna Happy Hour með The Viceman

Vissir þú að Viceman er líka með podcast?

Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi. Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.

Happy Hour með The Viceman má nálgast: Spotify , Iphone , Android

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...