• Heim
  • Happy Hour

Kjartan Gíslason Omnom

Kjartan Gíslason Omnom | Í Fljótandi Formi
Happy Hour með The Viceman

Árið 2013 leit dagsins ljós fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem vinnur súkkulaði frá grunni. Þegar talað er um frá grunni er átt við að kaupa og flytja inn kakóbaunir frá ræktunar löndum, rista baunirnar og síðan vinna úr þeim súkkulaði.

Fyrirtækið heitir Omnom og er annar stofnandi þess matreiðslumaðurinn Kjartan Gíslason. Kjartan var gestur Viceman í þættinum Í Fljótandi Formi sem er að finna í Happy Hour með The Viceman. Þátturinn var tekin upp í höfuðstöðvum Omnom. 

Í sameiningu fóru Viceman og Kjartan yfir söguna allt frá því að Omnom varð að hugmynd sem átti eftir að flytjast í fyrstu inn í eldhús á heimili Kjartans. Síðar stækkaði fyrirtækið og fluttist í húsnæði sem áður hýsti bensínstöð á Seltjarnarnesi og nú síðast í núverandi höfuðstöðvar Omnom úti á Granda þar sem 26 manns starfa við súkkulaðigerð, sölu og markaðsgerð eða öðru sem tengist fyrirtækinu. 

Að mati Viceman er Omnom eitt flottasta matvæla fyrirtæki á Íslandi og einstaklega vel rekið fyrirtæki og liggja þar nokkrar höfuð ástæður að baki.  Í höfuðstöðvum virðist vera góður starfsandi þar sem starfsfólk fær að taka virkan þátt í sköpun á nýjum vörum. Rödd hvers og eins virðist vera stjórnendum mikilvæg. Stefna fyrirtækisins er mjög skýr og ljóst að allir innanborðs vinni að sameiginlegu markmiði af mikilli ástríðu. 

Það er sennilega ekki skrítið með menn eins og Kjartan Gíslason innanborðs, því sjálfur er hann einstaklega ljúfur náungi drifinn áfram af miklum metnaði, forvitni og smitandi ástríðu fyrir því sem hann tekur sér fyrir hendur hverju sinni.  Kjartan hefur komið víða við enda menntaður matreiðslumaður og var saga Kjartans úr veitingabransanum að sjálfsögðu krufin til mergjar í þættinum áður enn umræðuefnið snérist alfarið um súkkulaði.

Þátturinn með Kjartani í Omnom er tilvalið hlustunarefni fyrir alla þá sem hafa unun af súkkulaði og vilja vita hvernig súkkulaði er búið til frá grunni.

Þáttin með Kjartani má finna hér að neðan:

Kjartan Gíslason – Omnom

Happy Hour með The Viceman má einnig nálgast á efir farandi miðlum:
Beinn linkur á: Spotify , Iphone , Android
Beinn linkur á: Overcast , Podtail , Mytuner , Listen Notes  

Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?
Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Ekki gleyma að henda í Like, Comment og Follow

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...