• Heim
  • Fréttir
  • Happy Hour

Steini á Húsavík Öl

Þorsteinn Snævar Benediktsson | Bjórdælan
Happy Hour með The Viceman

Steini og Viceman
Steini í Húsavík Öl og Viceman á góðri stundu

Einstakur staður, frábær bjór og metnaðarfullur ungur maður!

Ef ætti að lýsa í stuttu máli eigin upplifun á heimsókn minni á Húsavík Öl þá væri það nákvæmlega svona. Það er ótrúlega aðdáunarvert þegar fólk lætur drauma sína rætast og spilar aldur eiganda draumsins engu sérstöku máli. Það skiptir heldur ekki máli hversu stór draumurinn er ef vopnabúrið er stút fullt af metnaði, dugnaði og viljastyrkurinn það mikill að þú lætur hlutina gerast.

Þorsteinn Snævar Benediktsson eða Steini á Húsavík öl eins og heimamenn þekkja hann er einn af þessum einstaklingum. Hann var aðeins 25 ára þegar hann stofnaði eitt stykki brugghús sem heitir Húsavíl Öl og er staðsett… þú giskaðir rétt.. Á Húsavík.

Eftir að hafa fundið hentugt húsnæði í gömlu mjólkurstöðinni var brugghúsið Húsavík Öl stofnað vorið 2018 og segir Steini að húsnæðið hafi hentað einstaklega vel enda upphaflega gert fyrir matvælaframleiðslu. 

Það var svo fyrir ári síðar að tekin var ákvörðun um að opna svokallað “Tap Room”  eða  bruggstofu sem er staðsett í sjálfu brugghúsinu þar sem gestir og gangandi geta kíkt við og fengið allt að tíu mismunandi bjóra. Heimsókn þangað er algjört “must” ef fólk er á ferðalagi um Norðurlandið. 

Þegar Viceman bar að garði var á dælu meðal annars: Náttfari (Viena Lager), Lill Haze (session IPA) Angus (Irish Coffee Stout), Lakk Grís (Black IPA) og Æblemand (Síder með Kampavínsgeri) og svo verðlaunabjórinn Ber að Ofan (Súrbjór) beint af tanknum! 

Það er óhætt að segja að fjölbreytileikinn er mikill og er Steini óhræddur við að prufa sig áfram og spreyta sig á bruggun mismunandi bjórstíla og nú síðast Æblemand sem flokkast sem Síder. (mjög sniðugt move að mati Viceman) enda Síder áfengis flokkur sem á langt inni á meðal Íslendinga og Æblemand frábær í alla staði.  

Bjórgerð er mikil list og fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hversu mikil vinna liggur að baki “heilstæðu” bragði. Þegar drykkir eru búnir til og á það ekki síst við um bjór, þarf að taka tillit til allskonar atriða eins og sætu, sýru, seltu, beiskju, fyllingu, bragð samsetningu og eftirbragðs (ofl). 

Bjórarnir sem Viceman smakkaði voru afar ólíkir enn höfðu það allir sameiginlegt að hafa gengið í gengum strangt framleiðslu ferli með tilheyrandi gæðaeftirliti og metnaðarfullu handbragði. Það gerist ekki nema ef höfundur þeirra sé búinn að hugsa út í öll smá atriði til að ná fram því besta úr hverjum bjór. Sú var raunin! 

Bjórinn Ber að ofan hlýtur fyrstu verlaun á Bjórhátóðinni á Hólum 2019

Þrátt fyrir ungan aldur er Steini talin af mörgum ein bjartasta vonin þegar kemur að íslenskum bruggurum og tekur Viceman undir það heilshugar. Þrátt fyrir að Viceman sé “wannabe” bjór-nörd þá er Viceman samt sem áður með háþróaða bragðlauka eftir 15 ára starf við drykkjargerð og ber að taka sérstaklega fram hversu ótrúlega heilstæðir bjórarnir eru hjá Steina.

Það er kannski ekkert skrítið að Steini vann til verðlauna á árlegu bjórhátíðinni á Hólum á síðasta ári með bjórinn Ber að ofan. (sjá mynd t.v)
Til gaman smá geta að bjór frá Húsavík Öl er einnig fáanlegur í Sjóböðunum á Húsavík.

Það er verður einstaklega gaman að fylgjast með Steina og Húsavík Öl í framtíðinni.

Steini var gestur Viceman í hlaðvarps þættinum Bjórdælan sem má finna í Happy Hour með the Viceman þar sem þeir félagar fóru m.a. yfir brugg ferilinn, stofnun Húsavík Öl og margt fleira.

 Þáttinn með Steina má nálgast hér að neðan:

Happy Hour með The Viceman má nálgast á efir farandi miðlum:
Beinn linkur á: Spotify , Iphone , Android
Beinn linkur á: Overcast , Podtail , Mytuner , Listen Notes

Ert þú að fylgja Viceman á Instagram og Facebook?
Fróðleikur, uppskriftir og skemmtileg myndbönd

Ps. Á instagram síðu Viceman má sjá þegar Steini og Viceman þróuðu bjór kokteil úr bjórnum  Ber að ofan.

Ekki gleyma að followa, deila, commenta og læka….

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...