• Heim
  • Fréttir

Viceman kynnir nýjan liðsmann

Hjörvar Óli á Brewdog
Hjörvar Óli á góðri stundu

Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar.

Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu í bjórfræðum sem er ekki ósvipuð Sommelier gráðunni sem margir vín þjónar búa yfir og á þá við um vínfræði. 

Cicerone er viðurkennt nám sem er afar krefjandi og krefst mikils lesturs í bjórfræðum.

Viceman telur það afar mikla styrkingu að fá svo fróðan bjór penna eins og Hjörvar. Eitt af aðal markmiðum Viceman er að fræða lesendur um veigar í fljótandi formi og tilkoma Hjörvars því afar mikilvæg til að standa við það markmið. Viskubrunnur Hjörvars er afar djúpur og getur áhugafólk um bjór farið að hlakka til þess að lesa fræðandi greinar um bjór smiðju Hjörvars.

Hjörvar var fyrsti gestur í hlaðvarps þættinum Bjórdælan sem er að finna í Happy Hour með The Viceman. Þátturinn er tveir klukkutímar og er án efa skyldu áheyrn fyrir þá sem vilja byrja að fræðast meira um bjór. 
Viceman vil nýta tilefnið og bjóða Hjörvar Óla innilega velkominn í hópinn.

Þáttinn með Hjörvari má nálgast hér að neðan:

Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi. 
Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.
Allir ættu að finna þátt við sitt hæfi.

Happy Hour með The Viceman má nálgast á efir farandi miðlum:
Beinn linkur á: Spotify , Iphone , Android
Beinn linkur á: Overcast , Podtail , Mytuner , Listen Notes  

Ert þú að fylgja Viceman á Instagram og Facebook?
Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...