• Heim
  • Fréttir

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi

Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista yfir þá 50 bestu í heiminum. Sá bar sem hlaut 1 sætið heitir Dante og er staðsettur í Greenwitch Village í New York borg í Bandaríkjunum. Dante hækkar um 8 sæti frá því listinn var gefinn út síðast í fyrra og fer úr níunda sæti og upp í það fyrsta. 

Það vekur athygli að staðurinn opnaði 1915 og er því meira enn 100 ára gamall. Hann er þekktur fyrir að vera trekkja að fólk úr ólíkum áttum samfélagsins allt frá þekktum leikurum, lista fólki, tónlistafólki sem kemur saman í afslöppuðu andrúmsloft til að drekka kaffibolla.  

Árið 2017 urðu eigendaskipti. Nýjir eigendur hjónin Linden Pride og Nathalie Hudson vildu halda tryggð við margt af því góða sem staðurinn var þekktur fyrir enn á sama tíma urðu nokkar áhærslu breytingar. Til dæmis  bættu þau við heimsklassa kokteil prógrammi sem nú tveimur árum síðar hefur skilað sér í hóp þeirra bestu. 

Því miður er ekki að finna Íslenskan bar á listanum að þessu sinni. Næst okkur eru  frændur okkar í Noregi sem eiga Himkok í Osló sem hafnaði í 17 sæti og Svíar sem eiga Tjoget í Stokkhólmi sem hafnaði í 37 sæti. 

Hafa því barir á Íslandi ár til að sanna sig og koma okkur inn á listann á næsta ári.

Heildar listi yfir 50 bestu bari í heimi árið 2019 má finna hér: 50 bestu barir í heimi – listi

Fyrir þá sem eru á leið til New York  og vilja fá sér kokteil á besta bar heims þá má skoða heimasíðu Dante

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...