• Heim
  • Fréttir

Hvað á að drekka í sumar?

Sumarið er handan við hornið og fátt þykja þyrstum betra enn að svala af sér þorstan með góðum kokteilum í því blíðskapar veðri sem er yfirvofandi í allt sumar. Í þessari grein fékk Viceman nokkra af helstu vín birgjum á Íslandi til benda á þau vörumerki sem þeir telja líkleg til vinsælda í sumar. Það var virkilega gaman að sjá fjölbreytta flóru af mörgum frábærum vörumerkjum sem eru í boði á Íslandi. 

Sumarið er tíminn!


Diplomatico

Drykkur

Drykkur ehf. flytur inn og selur hágæða drykkjarvörur óafengar og áfengar. Ég ræddi við Hannes Egilsson sem er einn af eigendum fyrirtækisins og tók hann sérstaklega fram tvö vörumerki sem framleiða ýmsar vörur sem hann telur líkleg til vinsælda í sumar:

Diplomatico

Diplomatico er hágæða romm frá Venezuela sem er frábær undirstaða í romm kokteila. Daiquiri, Mojito osfv. Lesa má um Diplomatico og hlusta á þátt með mönnunum á bak við Diplomatico hér

Fentimans 

Fentimans hafa bruggað einstæða drykki úr jurtum allt frá árinu 1905 og fyrirtækið er í eigu Eldon Robson, langalangafabarns Thomas Fentiman. Handverksdrykkirnir sem unnið hafa til fjölda verðlauna eru bruggaðir með gamalreyndri aðferð, úr jurtaseyði og gerjuðum, náttúrulegum efnum.

Þessir dásamlegu drykkir eru lagaðir á grundvelli sérfræðiþekkingar sem fjölskyldan hefur komið sér upp og gengið hefur mann fram af manni.

Það tekur ennþá heila 7 daga að laga drykkina. Þetta tímafrek aðferð en með því að sýna einmitt þolinmæði við lögunina og með því að nota aðeins náttúruleg efni, þá fáum við fram frábært og kraftmikið bragð sem gælir við alla bragðlaukana.


CCEP

CCEP (Coca Cola European Partners) er einn af tveimur stæstu birgjum á íslenska drykkjar markaðnum. Gunnlaug Páll Pálsson einnig þekktur sem Gulli Gull er vörumerkjastjóri áfengis hjá CCEP og tók hann fram nokkrar spennandi vörur sem hann telur líklegar til vinsælda í sumar.

Hendricks Midsummer Solstice

Hendricks Summer Solstace er sumar útgáfa sem framleidd er í takmörkuðu upplagi á ári hverju. Hendricks þekkja flestir sem drekka gin enda brautryðjandi í flokki Contemporary Gin eða Western Style Gin sem í dag er vinsælasti gin flokkurinn. Það má segja að Midsummer Solstace sé blómleg útgáfa af Hendricks sem er án efa tilvalið fyrir komandi sumar.

Luxardo Limoncello

Luxardo er er afar vinsæll áfengis framleiðandi frá Ítalíu sem framleiðir meðal annars Limoncello. Spritz er flokkur drykkja sem hafa verið að ná miklum vinsældum undanfarin ár og með Limoncello er til að mynda hægt gera Limoncello Spritz. Sjá skemmtilega uppskrift hér

Tosti Prosecco Rosé

Tosti Prosecco Rosé er einstaklega ferskt freyðivín frá Veneto á Ítalíu. Ósætt freyðivín með fíngerðri freyðingu. Keimur af hindberjum, blómum og eplum og mun án efa vera drukkið víðsvegar um landið í sumar.


64°Reykjavik Distillery

64° Reykjavík Distillery er íslenskt eimingarhús sem framleiðir sterkvín og líkjöra. Snorri Jónsson er víngerðarmaður og einn af eigendum fyrirtækisins. Ég fékk Snorra til að taka fyrir nokkrar vörur frá Reykjavík Distillery sem hann telur líklegar til vinsælda í sumar.

Angelica Gin

Angelica Gin er eitt af fáum ginum sem eimað er á Íslandi. Þar að auki er Angelica eingöngu búið til úr handtíntum Íslenskum jurtum. Undirstöðu jurtir í Angelica er að sjálfsögðu einiber og ætihvönn enn Angelica er latnenska heitið yfir hvönn. Að auki eru rabarbari, blóðberg og bláber notuð við framleiðslu þess.

Rabarbara

64° Rabarbara er Íslenskur rabarbara líkjör sem þykir afar sumarlegur. Rabarbari er eins og margir þekkja jurt sem vex í görðum margra á vorin og þykir mörgum gott að gæða sér á rabarbara með sykri. Tala nú ekki um ef rabarbarinn er stolin! 64° Rabarbara er líkjör sem gott er að toppa með freyðivíni, í kokteila eða einfaldlega í glasi með klökum og sódavatni.


Mekka Wines&Spirits

Mekka Wines&Spirits var stofnað um vorið 1995 og hefur frá fyrsta degi átt góðu gengi að fagna og er í dag eitt af stærstu fyrirtækjunum í innflutningi á áfengi á Íslandi. Friðbjörn Pálsson eða Fribbi benti mér á nýleg og klassísk vörumerki sem eru líkleg til vinsælda í sumar.

Bombay Bramble

Bombay Bramble er gin sem kom á markað á síðasta ári frá Bombay Sapphire . Um er að ræða bragðbætt gin þar sem brómber og hindber fá að liggja í eftir eimingu. Sú aðferð gerir það að verkum að liturinn verður fallega rauður en ginið tekur litinn frá berjunum.

Patron Silver

Gríðarlega vinsælt Tekíla út um allan heim. Patron er frekar ungur tekíla framleiðandi á miðað við mörg önnur enn fyrirtækið var stofnað árið 1989. Síðan þá hefur Patron farið sigurför um heiminn og er án efa eitt það vinsælasta sem í boði er í dag. Patron Silver kemru sterklega til greina í kokteila á borð við Margarita og Paloma í sumar.

Bacardi Carta Blanca

Bacardi er vörumerki sem margir þekkja enda einn stærsti áfengis framleiðandi í heiminum. Fribbi vörumerkjastjóri telur mikilvægt að halda jafnvægi milli þess sem nýtt og það sem telst sígilt. Mojito úr Bacardi Carta blanca er án nokkurs vafa afar frískandi klassík sem svíkur engan á sólríkum sumar degi.


Ölgerðin

Ölgerð Egils Skallagrímssonar er einn stærsti drykkjar framleiðandi og innflutnings aðili á Íslandi. Ég talaði við Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóra sem benti mér á skemmtilegar nýjar vörur sem hún telur líklegar til vinsælda í sumar.

Aperitivo

Ítalir hafa lengi stundað þessa iðju og kalla þetta tilefni Aperitivo (skylt enska orðinu appetite)…. Við getum kallað það drykk til lystauka! En hvaða drykkir eru góðir til að örva matarlyst?

Fullkomnir drykkir eru lágir í áfengisprósentu því maður er yfirleitt með fremur tóman maga á þessum tíma og drykkurinn má ekki vera of sætur því það skemmir matarlystina. Aperol Spritz er fullkominn listauki og hefur notið gríðarlegra vinsælda sem ekki sér fyrir endann á.

Campari í tónik er fagur bitter á bitter sem klikkar ekki og svo er hinn klassíski G&T sem alltaf er hægt að treysta á.

Næsta sprenging verður líklega hágæða vermúðar drukknir í tónik og eru Belsazar vermútar nýkomnir á markað þar sem nostrað hefur verið við vökvann frá a-ö. Breski eðaldrykkurinn

Pimm´s er nýlentur en þá er hægt að blanda í heila könnu með ávöxtum, gúrku og myntu. Tímarnir breytast og mennirnir með og nú drekkur fólk til að njóta fremur en til að finna mikil áhrif og það er frábær þróun.


Vínnes
Vínnes ehf. er vaxandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og markaðssetningu á áfengum drykkjarvörum. Hjá Vínnes ræddi ég við vörumerkja stjórana Halldór og Evu sem sendu mér skemmtilega texta um hvað þau telja líklegt til vinsælda í sumar.

Eva vörumerkjastjóri spáir því að Bleikir Spritz drykkir í belg glasi á fæti og Margarítur, venjulegar og frosnar verði ofarlega á lista. Rosé Spritz / Rosé Hugo – Lamberti Prosecco Rosé í staðinn fyrir venjulegan Prosecco er án efa eitthvað sem á eftir að njóta vinsælda.

Halldór vörumerkjastjóri segir að hin marg umtalaði bjór Corona mun springa út í sumar. Nú er Corona bjórinn einnig kominn í dós líka svo auðveldara er að taka hann með sér í ferðalagið. Corona flaskan fæst í öllum Vínbúðum landsins og því auðvelt að kippa með sér kippu allan hringinn.

Einnig er vert að taka fram bragðbættu Jim Beam bourbon viskíin Jim Beam Apple & Jim Beam Red Stag Black Cherry sem koma til með að svala þorstanum vel í sólríka sumrinu sem framundan er.


Alvin
Fyrirtækið Alvin er í eigu Halldísar Guðmundsdóttur sem er jafnframt starfandi framkvæmdarstjóri og Daníels Pálssonar. Alvín sérhæfir sig í að flytja inn gæða vín og sterkt áfengi og eru ákaflega stolt af þvi að vera í samstarfi við marga af virtustu áfengisframleiðendum víðsvegar um heim. Halldís tók fram þrjú áhugaverð vörumerki frá Alvin sem eiga eftir að vekja lukku í sumar.

Ardenghi
Þetta freyðvín kemur frá einu eftirsóttasta og virðulegasta svæði Ítalíu til prosecco framleiðslu, Valdobbiadene.

Vínið er ósætt með mildum ávaxta tónum, langvarandi eftirbragði sem minnir á kampavín þar sem vínið er tvígerjað. Fíngerðar bubblur sem kítla kinnholurnar og láta þig vita að þú ert á réttri leið í lífinu.

Seldist hratt upp í fyrstu sendingu. Rose freyðivín væntanlegt frá Ardenghi í vínbúðir seinna á árinu.

Fæst í ÁTVR HFJ, Heiðrúnu, Kringlunni & Skútuvogi.

Malfy Gin
Sikileyskur sítrus sem umvefur þig svo það myndast blóðappelsínuhúð á tungunni þinni. Einiber og bitursæt beiskja í bakröddum. Gott twist í hefðbundna gin kokteila eins og Negroni, Collins eða bara klassískan G&T. Bragðast best í +15 gráðum á pallinum eða pottinum.

Blandast einnig vel í freyðivíns kokteila. Mælum með að prófa Twisted Bellini: 25 ml Malfy Arancia og 15 ml Ferskju púrra hrært saman í kældu freyðivínsglasi. Fyllir síðan glasið með prosecco og skreytir með einni sneið af appelsínu. Fáanlegt í vínbúðum Hafnarfirði, Skútuvogi, Heiðrúnu og Kringlunni.

Alska Sider

VEGAN síder frá Svíþjóð.

Älska er eðal síder sem minnir á ljósa lokka, sænska sveitasælu og kemur í tveimur bragðtegundum;

Ástaraldin & epli: Ferskur, fágaður og krefst þess að vera borinn fram í glasi á fæti.

Jarðaberja & lime: Nýr hér á markaðinum. Sætur og sumarlegur. Älska nýtur sín vel einn og sér en einnig með mat t.d. grilluðum kjúklingi, vegan réttum eða fiskmeti. 


Hovdenak Distillery er Íslenskt eimingarhús sem framleiðir sterkvín og líkjöra. Eigandinn er Hákon Hovdenak sem sér sjálfur um framleiðsluna. Það vekur sérstaklega athygli að Hákon smíðaði eimingartækin sjálfur en þau eru afar tæknivædd og einstaklega vel heppnuð. Hákon tók fyrir tvær vörur sem eiga eftir að slá enn meira í gegn í sumar.

Stuðlaberg Gin
Stuðlaberg Gin bragðast af ríkum einiberjakeimi, sítrus, appelsínu, ásamt örlitlu kardimommu- og lakkrísbragði. Það er silkimjúkt og handgert á Íslandi með hinu einstaka tæra íslenska vatni. Dæmi um eina fullkomna blöndu er að fá sér Stuðlaberg Gin með úrvals tónik eins og Fever-tree Mediterranean, skera sér örþunna sneið af appelsínu og stjörnuanís með nóg af klökum, eða þá bara eitt og sér í glasi.

Rökkvi Kaffilíkjör
Þegar hugmyndin kom upp að búa til kaffilíkjör var það sett sem markmið að hafa hann með kröftugu, alvöru kaffibragði en jafnframt nógu sætan til þess að njóta einn og sér. Velja þurfti kröftugt kaffi sem myndi uppfylla miklar kröfur og kom þá einungis gæðakaffið frá Te og Kaffi til greina, enda eru þeir sérfræðingar í kaffigerð.

Nafnið Rökkvi varð fyrir valinu á þessari einstöku vöru sem lítur núna dagsins ljós eftir mikla eftirvæntingu. Rökkvi er með kröftugt kaffibragð, brúnan sykur og mjúka karamellu sem leikur við bragðlaukana í hverjum sopa.


Globus
Globus hf. er framsækið sölu- og markaðsfyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu áfengis og tóbaks. Fyrirtækið er umboðsaðili margra þekktustu vínhúsa veraldar og býður uppá fjölbreytt úrval áfengistegunda frá helstu vínræktunarsvæðum heims. Tolli vörumerkjastjóri mælir með eftirfarandi vörumerkjum í sumar

Mombasa Club Strawberry Gin

Mombasa Club Strawberry Edition Gin er eimað í samræmi við hefðbundna aðferðir. Gerjað úrvals kornbyggið er eimað 4 sinnum með svokallaðri pott eimingu, ekki ósvipað og koníak og viskí þegar best lætur. Það sem notað er til að gefa Mombasa Club séreinkenni er Angelica rót, Cassia börkur, einiber, kóríander fræ, kúmen, negull og svo auðvitað jarðaber. Þessi sérvalda blanda krydda og jurta er látin liggja í ca.12 klukkustundir í þá þegar tvíeimuðum kornspíranum áður enn þriðja loka eiming á sér stað í 500 lítra svokölluðum Tom Thumb pott eimingartækjum.

Ginið er því kristal tært og skínandi, ilmar af suðrænum ilmjurtum sem vafin eru jarðaberjum. Í munni gjöfult, sætleiksvott má greina á tungu, elíxír í mjög fínu jafnvægi þar sem jurtir, jarðaber, rauður ávöxtur takast skemmtilega á sem endar í löngu eftirbragði. Gin sem er fullkominn fordrykkur, í blöndur eins og með sódavatni eða tonik og kokkteila.

Gerard Bertrand Cotes de Roses Cinsault
Côte Des Roses er auðvitað ákaflega viðeigandi nafn á rósavíni en þetta vín úr smiðju frá meistaranum Gérard Bertrand kemur af ekrum við Miðjarðarhafsströndina í Narbonne í Suður-Frakklandi. Það eru þrjár helstu þrúgur svæðisins í blöndunni, Grenache, Syrah og Cinsault.

Flaskan vekur strax athygli, hún er rósalöguð, flöskubotninn eins og rós í blóma og með glertappa. Vínið er laxableikt, út í appelsínugult, sætkennt og sumarlegt í nefi með angan af hindberjum, jarðaberjum, ferskju, melónu, sítrus, greip og hvítum blómum, já það eru rósir þarna í nefinu og líka vottur af jasmín. Í munni þétt, ferskt með flottum berjaávexti.  Afar vel heppnað rósavín sem gengur vel eitt og sér sem dásamlegur sumardrykkur en það er líka fínt með skelfiski, sushi, ljósu kjöti og salötum.

Havana Club 3 ára

Havana Club Añejo 3 años er það romm sem gefur Mojito hið eina sanna Kúbanska bragð. Strágulur, bjartur og þéttur að lit, sem gefur til kynna aldur rommsins. Öflugur í nefi með áherslur á vanillu, karmelluhúðaðar perur, banana og vott af reyktri eik. Tónar af reyk, vanillu og súkkulaði í munni.

Havana Club er að sjálfsögðu tilvalið í drykki á borð við Mojito og Daiquiiri.


RJC
Rolf Johansen & Company ehf. (RJC) var stofnað af Rolf Johansen (f.1933 – d.2007) árið 1957.  Í gegnum árin hefur RJC svo verslað með alls kyns varning en árið 1999 ákvað félagið að einbeita sér að innflutningi og dreifingu á tóbaksvörum, áfengisvörum og tengdum varningi. Atli og Birkir vörumerkjastjórar tóku saman þær vörur sem þeir telja líklegar til vinsælda í sumar

Plantation Pineapple
Plantation Pineapple frá fyrirtækinu Pierre Ferrand er hágæða romm sem er tilvalið í kokteila með trópísku ívafi. Um er að ræða romm sem er unnið úr tveimur mismunandi romm tegudnum frá Plantation en að auki er ananas er notaður í framleiðsluferlinu. Ferlið fer þannig fram að börkur af Victorian ananas er látin liggja í Plantation 3 star fyrir eimingu og ávöxturinn sjálfur er látin liggja í Plantation Original Dark romminu. Báðum þessum rommum er svo blandað saman og til verður Plantation Pineapple.

Það segir sitt að Plantation var Bartenders Choice vörumerki ársins hjá Drinks International .

Aspide Spritz
Aspide Spritz er sæt bitter frá Ítölsklu eyjunni Sardiníu. Framleiðandinn er Silvio Carta sem einnig framleiðir annað vín, bæði sterkvín og léttvín. Aspide Spritz er eins og nafnið gefur til kynna einstaklega góður í spritz drykki sem hafa hlotið mikilla vinsælda undanfarin ár. Hér er um að ræða sæt bitter með einstaklega rúnað bragð og mikla fyllingu. Tilvalin í sumar blíðunnni með góðu freyðivíni.

Michter´s Small Batch Bourbon
Michter´s er að verða eitt vinsælasta vörumerkið þegar kemur að Amerísku viskí. Framleiðslan fer fram í hjarta Louisville í Kentucky sem má segja að sé fæðingarstaður Bourbon viskí og kokteilsins Old Fashioned. Michter´s er tilvalið viskí í þann kokteil eða Whiskey Sour í sólinni.


Kalli K
Karl K. Karlsson ehf er innflutnings- og heildsölufyrirtæki sem verið hefur starfandi allt frá árinu 1946. Héðinn Arnarsson og Addi Páls vörumerkjastjórar mæltu með eftirfarandi vörum til að gæða sér á í sumar.

Tito´s Handmade Vodka
Er unnið úr Korni en ekki hveiti eða kartöflum eins og svo algengt er.  Tito´s hefur unnið til fjölda verðlauna og má nefna gullverðlaun sem Tito´s fékk á San Francisco World Spirit Competition þar sem þeir urðu hlutskarpastir af 71 einni tegund Premium vodka.
Tito´s er tilvalin vodki fyrir Moscow mule í sumar.

Buffalo Trace Bourbon
Buffalo Trace eimingarhúsið, sem staðsett er í Kentucky í Bandaríkjunum, er það eimingarhús í heiminum sem hlotið hefur flestar viðurkenningar fyrir sínar vörur. Buffalo Trace er til að mynda skráð sem elsta eimingarhús í heimi hjá heimsmetabók Guinness.

Buffalo Trace er ný komið til landsins sem er mikið fagnaðar efni fyrir unnendur Whiskey Sour og annara viskí kokteila

San Miguel Fresca
San Miguel ætti að vera flestum Íslendingum vel kunnur enda einn vinsælasti bjórinn á Spáni og sá bjór sem Spánverjar flytja mest út af. Þá er rík saga á bak við vörumerkið, þar sem framleiðsla hófst árið 1890.

San Miguel Fresca er ljósgullinn. Ósætur, léttur, lítil beiskja. Léttir korntónar og tilvalin bjór til að svala þorsta í sólinni.


Að lokum….

Eins og sjá má eru fjöld vörumerkja tileinkuð komandi sumri á Íslandi sem mun án efa verða okkur öllum frábært!

Ég hvet ykkur til að hafa það sem mottó að vera ófeimin við að prufa nýja drykki og ekki leggjast á sortir.

Endilega fylgið @theviceman á Instagram þar sem ég mun gera áhugaverða drykki úr Íslenskri náttúru í allt sumar

Að því sögðu óskar Andri Viceman ykkur gleðileg sumars.
Gangið hægt um gleðinar dyr og drekkið af ábyrgð.

Sumar kveðja

Andri Davíð Pétursson

The Viceman

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...