• Heim
  • Happy Hour

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman

Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn

Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist í Flórida. Eftir að hafa fengið nóg af skólagöngu sökum lærdómsleiða ákvað hann að reyna fyrir sér á öðrum vettvangi og eftir að heillast af mat varð matreiðsla fyrir valinu. Ingi vann við eldamennsku í 9 ár, meðal annars á veitingastaðnum Alinea í Chicago sem skartar þrjár Michelin stjörnur. Þegar Inga fannst hann hafa náð toppnum á Alinea fór hann að hrífast meira af kokteilagerð og áður enn langt um leið var Ingi orðinn einn af mikilvægustu hlekkjum í systur stað Alinea sem nefnist The Aviary.

The Aviary hefur marg oft verið á hinum árlega lista yfir 50 bestu bari heims enda er um stór merkilegan bar að ræða. Staðurinn er hannaður sem veitingahús þar sem barþjónarnir vinna svipað og kokkar og barstöðvarnar upp settar á svipaðan hátt og eldhús. Á hverri stöð er svo barþjónn sem sér einungis um að útbúa 4-5 mismunandi drykki af seðlinum. Í kjallara Aviary má svo finna barinn The Office enn hann er svokallaður “Speak Easy” bar með fá sæti.   

Ingi kom til landsins á dögunum þar sem hann hélt Pop-up viðburð á Apotek þar sem hann bauð upp á kokteila sem voru margir hverjir með hugsunarhætti sem nær töluvert lengra út fyrir kassann enn gengur og gerist í íslensku bar senunni. Til að undirstrika það má til dæmis nefna kokteil sem að hluta til var innihélt hangikjöt. Það var hins vegar ekki eingöngu Pop-up viðburður sem Ingi hélt í Íslandsdvöl sinni heldur bauð hann einnig upp á Masterclass á Fjallkonunni þar sem hann fræddi fullsetin sal um áhugaverðar útfærslur í kokteilagerð.

Má þar nefna bragðbættan klaka, tinktúrur og hvernig best er að haga sér í gerð óáfengra drykkja sem eiga það því miður til að mæta afgangi. 

Það er nokkuð ljóst að Ingi er einn af færustu barþjónum heimi og líklega endurspeglast sýn hans þegar kemur að kokteilum frá bakrunni hans úr eldhúsi. Nálgun hans á hráefni og uppbyggingu kokteila er eitthvað sem allir kokteil unnendur geta dregið mikin lærdóm af. Besta leiðin til þess er að nálgast kokteila bók the Aviary en Ingi var meðal annars lykil maður á bakvið tjöldin í þeirri bók. Kokteilabók Aviary er einn flottasta og merkilegasta kokteilabók sem gefin hefur verið út enn til að mynda spanna nokkrar kokteila uppskriftir í bókinni yfir 5 blaðsíður með myndum.

Hvað er í uppáhaldi hjá Inga?

Kokteill: Klassískur Daiquiri
Romm: Flor de Cana 4 
Gin: Beefeater og önnur London Dry Gin 
Viskí: Old Grandad Bourbon
Líkjör: Chartreuse 
Bjór: Miller High Life
Uppáhalds hráefni: Reykt Paprika og  trufflur
Baráhald: Sjússamælir
Bar bók: Coctkail Codex

Barir erlendis
Lost Lake Chicago
Amor Y Amargo NYC
NOMAD Bar NYC
Elephant Bar NYC
Connaught Bar London

Hvaða ráð hefur Ingi til barþjóna?
Að setja eigin standard hátt þegar kemur að kokteilagerð. Ekki senda drykki frá þér sem þú ert ekki fullkomlega sáttur við. Reyndu að vinna undir barþjónum sem eru betri enn þú til að læra enn meira. 

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Inga:
Instagram hjá Inga

Ingi Sigurðsson

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...