• Heim
  • Happy Hour

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman

Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn

Jónmundur eða Jommi eins og hann er oftast kallaður hefur verið einn mest áberandi barþjónn í barsenu Íslendinga undanfarin ár. Hann hefur unnið fjöldi barþjónakeppna og sigraði hina stóru og virtu barþjónakeppni World Class bartender of the year fyrr á árinu. Hann er einn af tveimur eigendum kokteil veisluþjónustunar Citrus Cocktail Co og er að fara að opna nýjan kokteilbar sem á næsta leyti sem ber nafnið Jungle.

Jónmundur var gestur minn í Hristaranum í Happy Hour hlaðvarpinu sem hlusta má hér neðar á síðunni. Brot af spjallinu má lesar hér að neðan: 

Jónmundur byrjaði sinn feril á barnum Bar 11 sem eflaust margir sjá eftir enda vel þekktur bar í miðbænum og þá kannski sérstaklega meðal rokkunnenda. Hann fór fljótlega að hafa áhuga á drykkjum og kokteilum og þar sem Bar11 var meira þekktur fyrir bjór af krana ákvað okkar maður að söðla um og lá leiðin á Kopar sem er að finna við gömlu höfnina í Reykjavík. 

Þar hitti Jónmundur fyrir konu sem heitir Natascha sem hann segir að hafi skólað sig til og þakkar henni innilega fyrir það þegar hann lítur til baka enda hefur sjálfs aginn haft góð áhrif á frammistöðu Jónmundar á ferlinum. Næst fór hann á Apotek þar sem kokteilar eru eitt af aðalsmerkjum og hélt þar áfram að þróa sig í kokteilagerð. 

Jónmundur segir að tækni sé sitt aðalsmerki og leggur hann mikið upp úr að fólk lesi sig vel til og þekki ástæður fyrir aðferðum og vinnubrögðum þegar kokteilagerð er annarsvegar. Eitthvað sem hann leggur mikla áhærslu við þá barþjóna sem hann vinnur með. 

Hvað er í uppáhaldi hjá Jónmundi?

Kokteill: Negroni
Vodki: Ketel One og Stoli Elit
Gin: Beefeater og Tanquaray NO10
Romm: Ron Zacapa og Diplomatico
Tequila: Don Julio
Uppáhalds hráefni: Sítrusávextir, Campari 
Baráhald: Koriko shaker og skrælerar úr Ikea
Bar bók: Bar Book eftir Jeffrey Morgenthaler
Barþjónn: Jeffrey Morgenthaler og Erik Lorincz
Bar erlendis: Two Smuchs Barcelona og Baba Au Rum í Aþenu
Bar á Íslandi: Apotek

Hvaða trend eru í gangi?

Sjálfbærni líkt og í matvælageiranum mun halda áfram, betri nýting á hráefnum og telur Jónmundur að fólk muni líta meira í kringum sig eins og í náttúru Íslands í leit af hráefnum fyrir kokteila.

Hvað er það sem koma skal í kokteilum?

Paloma er drykkur sem Jónmundur telur að eigi eftir að verða vinsælli á næstu misserum uppskrift hér
Uppskrift af Nuts for Bananas eftir Jónmund má finna hér

Það verður gaman að fylgjast með Jónmundi í framtíðinni.

Instagram hjá Jónmundi

Instagram hjá Citrus Cocktail Co

Instagram hjá Jungle

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...