• Heim
  • Fréttir

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr forseti. Fundurinn var haldin í Karolínustofu (gamli Skuggabarinn á Hótel borg). 

Barþjóna klúbbur Íslands var stofnaður árið 1963 og hefur því starfað í meira enn 55 ár. Um er að ræða algjöra stoð í sögu Íslensu barsenunar. Klúbburinn sérhæfir sig í skipulagningu og framkvæmd kokteil keppna á Íslandi og stendur árlega fyrir viðburðinum Reykjavik Cocktail Weekend sem felur einnig í sér Íslansmeistaramót Barþjóna.

Stjórn klúbbsins er prýdd sjálfboðaliðum, fagfólki úr veitingabransanum sem hittast reglulega til að skipuleggja kokteil keppnir sem gefa upprennandi barþjónum og þeim sem hafa áhuga möguleika á að keppa og öðlast dýrmæta reynslu. 

Til að hrista aðeins upp í kvöldinu var haldin Galliano hot shot keppni eftir fundin og stóð Jónína Unnur Gunnarsdóttir uppi sem sigurvegari í þeirri keppni.

Nýja stjórn Barþjónaklúbbs Íslands BCI skipa: 

Forseti: Grétar Matthíasson frá Grillmarkaðnum

Til tveggja ára sitja:
Þórhildur Lárentínusardóttir Brand Ambasador fyrir Brennivín
Elna María Tómasdóttir frá Nauthól
Alana Hudkins Brand Ambassador fyrir Awamori

Til eins árs sitja:
Leó Snæfeld frá Sumac
Hanna Katrín Ingólfsdóttir frá Grillmarkaðnum
Andri Davíð Pétursson frá Viceman ehf
Teitur Riddermann Schiöth frá Deplum

Barþjónaklúbbur Íslands vill skila Tómasi Kristjánssyni fráfarandi Forseta þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins síðustu 6 ár. 


Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...