• Heim
  • Happy Hour

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman

Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn

Þórhildur eða Tóta eins og hún er gjarnan köllum er ung og upprenndi barþjónn sem hefur mikið látið fyrir sér fara innan Barsenu Íslands að undanförnu. Tóta sigraði hina árlegu Brennivíns keppni á síðasta ári og hefur síðan þá starfað fyrir  Brennivín og flakkað um Bandaríkin með viðburði tengda Brennivíni.

Þórhildur var gestur minn í Hristaranum í Happy Hour hlaðvarpinu og hér fyrir neðan má lesa  brot af því sem kom fram í þættinum: 

Þórhildur byrjaði 16 ára gömul í veitingabransanum sem þjónn á Tapasbarnum eftir heimkomu úr skiptinámi í Suður Ameríku. Fljótlega fóru augu hennar að beinast að barstarfinu og eftir að hafa sóst mikið eftir því fékk hún loks tækifæri til að spreyta sig á bakvið barinn og það að stórum hluta til í Sangríu gerð.

Eftir eins og hálfs árs dvöl á Tapasbarnum lá leiðin í Perluna þar sem hún fékk stöðu sem Yfirbarþjónn á veitingastaðnum Út í Bláin sem þá var ný opnaður. Því starfi gengdi hún í eitt ár áður enn eigendur Tapasbarsins voru farnir að sakna hennar og vildu fá hana aftur og í þetta skiptið sem Yfirbarþjónn staðarins. 

Þórhildur lét til skarar skríða enda mikið tækifæri fyrir unga konu. Tækifæri sem fólst sérstaklega í endurnýjun og mikilli vinnu við nýjan kokteil seðli. Á þeim tímapunkti var hún hvött til þess að byrja að keppa í kokteila keppnum og varð strax í fyrstu keppninni sinni ein af efstu 5 í hinni árlegu Reykjavík Cocktail Weekend keppni. Úrslit sem Þórhildur segist alls ekki hafa átt von á.

Nokkrum keppnum síðar kom svo stærsti sigurinn þegar Þórhildur sigraði Brennivíns keppnina árið 2018.

Þórhildur ráðleggur þeim sem vilja gerast barþjónar að sækjast eftir því og ekki gefast upp. 

Hvað er í uppáhaldi hjá Þórhildi?

Kokteill: Espresso Martini

Vodki: Reyka

Gin: Tanquaray 10

Romm: Ron Zacapa 

Tequila: Don Julio 

Uppáhalds hráefni: Brennivín, Fernet Branca, Pisco

Uppáhalds:

Baráhald: Hristarinn

Barþjónn: Ivan Svanur og Teitur Schiöth

Bar erlendis: Up and up og Psycho Suzi’s Water Lounge

Hvaða trend eru í gangi?

Mikil eftirspurn hefur verið eftir drykkjum á borð við Espresso Martini og Aperol Spritz segir Þórhildur.

Hvað er það sem koma skal í kokteilum?

Þórhildur bæði vonar og telur að fólk fari meira að kaupa drykki sem eru sérstaklega hannaðir af þeim stöðum þar sem þeir eru seldir. Að auki telur hún að gamlir klassískir kokteilar eins og Manhattan og sterkari drykkir eigi eftir að gera endurkomu á næstu misserum.   

Instagram: Icelandic Drinking

Facebook: Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...