• Heim
  • Fréttir

Alþjóðleglegi Léttvíns Dagurinn

Þarf alltaf að vera vín? 

Þetta er spurning sem fyrir löngu er orðin vinsæl á meðal Íslendinga. Svarið við henni er augljóslega nei. Það þarf ekkert alltaf að vera vín frekar en steik og bearnaise sósa alla daga. Það eitt er víst að þegar kemur að því að neyta góðra vína þá er ekki verra að það sé gert við gott tilefni. 

Í dag þann 18 febrúar árið 2020 er National Drink Wine day sem á íslensku gæti heitið Alþjóðlegi léttvíns dagurinn eða dagur víndrykkju (sem gæti misskilist) því varð fyrra heitið fyrir valinu.

Í tilefni Alþjóðlegs Dags Léttvína ákvað Viceman að vekja athygli á hlaðvarps þætti sem finna má í Happy Hour með The Viceman þar sem Inigo Echávarri frá vín Baron de Ley group á Spáni var gestur. Umræðuefni þáttarins var augljóslega vín og aðal áhærslan um vínrækt Spánar og þau þrjú vínhús sem eru að finna undri merkjum Baron de Ley group. 

Hér að neðan tók Viceman saman þrjú vín sem meðal annars komu fram í þættinum. Neðst má svo nálgast þáttinn í heild sinni. 

BARON DE LEY FINCA MONASTERIO

Monasterio er spænska orðið yfir klaustur og Finca mætti þýða sem vínhús eða það sem Frakkar kalla “château”. Þrúgurnar sem notaðar eru í þetta vín eru einmitt ræktaðar á ekrunum í kringum gamalt klaustur í suðurhluta Rioja, nánar tiltekið við Mendavia í Rioja Baja. Hér er notað 80% Tempranillo og 20% Cabernet Sauvignon og þrúgusafinn látin liggja á þrúguhýðinu í 17 daga til þess að ná sem mestu úr þeim. Síðan er vínið látið þroskast í nýjum frönskum eikartunnum í 18 mánuði og aðra 6 mánuði í stórum frönskum eikarámum ( foudres ).

Dimmrautt að lit, stórt og mikið um sig, svoldið nútímalegt þó það fari ekki fram hjá manni að hér er Rioja vín á ferð. Dökkur ávöxtur, plóma, bláber, þroskuð sólber og svört kirsuber, nýristaðar kaffibaunir og smá brenndur sykur í bland við vanillu ( Freyjukaramella ) og kryddtóna. Kröftug en mjúk tannín og góð sýra sem gefur því gott jafnvægi. Umhelling borgar sig. Þetta vín kallar á alvöru steikur og er óhætt er að leggja niður til geymslu í nokkur ár. Eitt af mest spennandi vínum Spánar í dag.



MUSEUM RESERVA

Djúp rúbínrautt að lit, svolítil rist og kryddjurtir í nef ásamt vott af lakkrís, þroskuð rauð vilt ber, balsamic og eik. Ljúffengur, snúinn og flókinn í kröftugu bragði, vel póleruð tannín, langt of ljúffengt eftirbragð. Vínið er látið þroskast í 24 mánuði á franskri eik og 12 mánuði á flösku áður en það fer á markað. Museum Reserva kemur af mjög gömlum vínvið eða yfir 70 ára gömlum. Cigales er tiltölulega óþekkt víngerðarsvæði á hásléttunni norð-vestur af Madrid, eiginlega rétt norður af öllu þekktara víngerðarsvæði, Ribera del Duero. Það bar lengi lítið á Cigales, þarna voru fyrst og fremst mjög litlir framleiðendur sem seldu vín sín í nágrenninu. Þetta breyttist fyrir nokkrum árum þegar vínhúsið Baron de Ley í Rioja komst að þeirri niðurstöðu að þarna væru kjöraðstæður til fjárfestinga utan Rioja. Það sem ekki síst réði þessu vali Baron de Ley var aldur vínviðsins á ekrunum. Alls hefur vínhúsið keypt þarna tæplega 200 hektara af ekrum, þar sem vínviðurinn er eldri en sextíu ára. Finca Museum er nú langstærsti og nútímalegasti framleiðandi Cigales og vínin eru hrikalega flott.
( texti frá www.vinotek.is )


COTO MAYOR CRIANZA

Coto Mayor er meira “módern” rauðvín en flest önnur Coto-vínin sem eru í hefðbundna stílnum. Þrúgurnar eru kældar þegar þær koma í vínhúsið og haldið köldum um tíma til að tryggja ferskan og mikinn ávöxt. Eftir víngerjunina er vínið síðan geymt í 12 mánuði á amerískum eikartunnum og 20% frönskum tunnum sem setur töluvert mikið mark á vínið.

Er fallega kirsuberjarautt, ávöxtur kröftugur og ferskur, kirsuber, brómber og plómur. Mokkakaffi, súkkulaði, kókos og sæt vanillu má greina í bragði og vínið er mjúkt og milt með örlitla eikartóna. Það er frekar þurrt með milda sýru og eftirbragðið er nokkuð langt. Hér er vín sem einnig er mjög gott eitt og sér.

Samfélagsmiðlar
Ert þú að fylgja Viceman á Instagram og Facebook?
Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Vissir þú að Viceman er líka með podcast?

Happy Hour með the Viceman
Hlaðvarpið sem fjallar eingöngu um veigar í fljótandi formi. 
Kokteilar, Bjór, Léttvín, Sterkvín og óáfengir drykkir.
Allir ættu að finna þátt við sitt hæfi.

Happy Hour er má nálgast á Spotify,
Ertu með Iphone? Smelltu hér
Og öllum helstu hlaðvarps veitum


Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...