• Heim
  • Fréttir

Drinks International

Snemma á hverju ári gefur Drinks International út lista yfir mest seldu áfengis tegundir í heiminum. Listinn inniheldur margar katagoríur allt frá vinstælustu Vodka vörumerkjunum yfir í mest selda Sérríið.

Á listanum eru vörumerkjunum skipt niður í tvo flokka, annarsvegar “Best selling” sem á við þau vörumerki sem eru mest seld á heimsvísu og svo annarsvegar “Top Trending” sem á við um þau vörumerki sem eru að klífa hraðast upp vinsældarlistan.

Þessi listi er mjög áreiðanlegur og þykir afar sterkt fyrir vörumerki að ná inn á hann enda mörg vörumerki sem hafa stór aukið söluna hjá sér með því að takast að komast á listan.

Það er gaman að sjá að á Íslandi eru til sölu fjöldi vörumerkja sem má finna á listanum og einnig vörumerki sem gætu hiklaust átt erindi á Íslenskan markað í nánustu framtíð.


Til að rýna í þennan lista fékk ég til liðs við mig Valgarð Finnbogason aka Wiseguy sem hefur haft miklar mætur á þessum lista undanfarin ár. Það má segja að hann líti á hann sem síðbúin jólagjöf sem hann fær í byrjun janúar á ári hverju. Valli er einstaklega fróður um erlend vörumerki sem hann hefur bæði kynnst á ferli sínum sem barþjónn og með því að selja þau þegar hann vann hjá heildsölu fyrir nokkrum árum. Það sem kryddar þetta enn frekar er að Valli þekkir persónulega framleiðendur nokkra af flottustu vörumerkjum heims sem birtast reglulega á umræddum lista.


Valgarður Finnbogason

Til að kynnast Valla enn frekar þá má finna þátt með honum þegar hann mætti í Hristaran sem er að finna í Happy Hour hlaðvarpinu. Happy Hour má nálgast á öllum helstu hlaðvarps veitum eða hér til hliðar.

Sjá líka hér


Hér að neðan má sjá þættina þar sem Viceman og Wiseguy rýna yfir Drinks International listann fyrir árið 2020:


Drinks International þáttur 1

Í þessum þætti fórum við yfir Vodka, Gin, Romm, Tekíla, Koníak og Viskí. Mörg skemmtileg atriði sem komu á óvart og mörg spennandi vörumerki sem eru að hækka sig á heimslistanum.

Þáttinn má finna hér til hliðar og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Drinks International þáttur 2

Í þessum þætti fórum við yfir Pisco, Líkjöra, Bjór fl. Mörg skemmtileg atriði sem komu á óvart og mörg spennandi vörumerki sem eru að hækka sig á heimslistanum.

Þáttinn má finna hér til hliðar og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...