• Heim
  • Happy Hour

Júlíana Sara Gunnarsdóttir

Happy Hour með The Viceman

Júlíana Sara Gunnarsdóttir | Fyrir Framan Barinn

Það kannast eflaust margir sem annaðhvort horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp við Júlíönu Söru Gunnarsdóttir. Júlíana er menntuð leikkona og hefur bæði leikið, skrifað eigin þætti eins og Þær Tvær, Venjulegt fólk og var nýlega frumsýnt seríu tvö af síðarnefndri seríunni í Sjónvarpi Símans Premium. Hún er að auki útvarpskona á FM957 í hinum geysi vinsæla morgunþætti Brennslunni þar sem hún mundar röddina alla fimmtudags og föstudags morgna. 

Júlíana er mikil áhugamanneskja um góðan mat og ljúffenga drykki og þykir henni ekki leiðinlegt að gera vel við sig þegar kemur að þeim efnum. Hún hefur sterkar skoðanir á hvað henni þykir gott og síður gott og er hún sífelt að þroska eigin bragðlauka með gæðameiri drykkjum. Júlíana er mjög opin fyrir því að prufa nýja og spennandi drykki og hvetur hún fólk til að leyfa sér meira af því. Þá tekur hún fram að hún sé sérstaklega hrifin af drykkjum sem innihalda tekíla.

Júlíana var fyrsti gestur minn í Fyrir Framan Barinn í Happy Hour hlaðvarpinu og hér fyrir neðan má lesa brot af því besta sem kom fram í þættinum:

Hvað er í uppáhaldi hjá Júlíönu?
Kokteill: Júlíana er mjög hrifin af Aperol Spritz en að auki þykir henni afar gott að fá sér Margarita og Espresso Martini.  
Bjór: Blue Moon með appelsínu, Corona með lime og Desperados
Freyðivín: Er til í það ekki en alls ekki mikið meira en 1 glas
Hvítvín: Allskonar. Helst ekki of sætt. Er komin lengra en það í sinni bragðlauka þróun.
Rauðvín: Júlíana er farin kunna að meta rauðvín en ekki mikið meira enn 1 glas í einu og þá helst með góðri steik. Hún vill benda rauðvíns byrjendum sem vilja læra að kunna að meta rauðvín að venjast rauðvíns bragðinu með því að fá sér Sangríu.  
Sterkvín: Tekíla og þá í formi snafs

Verðlag á drykkjum á Íslandi?
Júlíönnu þykir verðlagið á Íslandi fáránlegt og algjör “sjokker” í samræmi við önnur lönd og er mjög mótfallin þessari þróun 

Hvaða ráð hefur Júlíana til barþjóna?
Almenn kurteisi þykir henni lágmarkskrafa en einnig þykir henni barþjónar oft á tíðum ekki gefa sér nægilega góðan tíma til að leiðbeina, mæla með drykkjum eða útskýra nægilega vel þegar þeir þjónusta gesti sína og óskar hún því sérstaklega eftir því að barþjónar gefi sér betri tíma þegar þeir eiga möguleika á því.

Insta Stalkerinn
Insta Stalkerinn er þraut þar sem Viceman tók saman sex myndir af instagram síðu Júlíönnu með það fyrir aðal markmið að greina drykkina á myndunum og greina í leiðinni drykkju venjur Júlíönnu. 

Útkoma:
Júlíana er þegar búin að útskrifast úr Víni101 og hefur klárað þar nokkrar einingar í bæði rauðvíns, hvítvíns og freyðivíns drykkju. Nokkrar einingar í bjórfræði eru sigraðar og stendur staðan þannig að hún er orðin opnari fyrir því að prufa fleiri gerðir af bjór heldur en klassískum lager og er jafnframt búin að sækja fyrirlestur í IPA bjórum með ávaxtakeim eitthvað sem hún fær stóran plús fyrir. 
Hvað léttvíns drykkju og kokteila varðar er hún komin yfir það að vilja eingöngu sætari vín eða kokteila og er komin meira í sýruríkari og beiskari drykki eins og sjá má á dálæti hennar þegar kemur að Aperol Spritz eða Margarita. 

Júlíana er fylgjandi því að fólk drekki frekar til að njóta en að gleyma. Hún er stöðugt að þroska bragðlaukana og á bjarta framtíð fyrir sér í hóf samlegri víndrykkju.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Júlíönnu:
Instagram @jsgunnarsdottir

Að lokum hvetur Viceman alla til að horfa á þættina hennar Júlíönnu Venjulegt Fólk í Sjónvarpi Símans.

Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...