• Heim
  • Fréttir

Alþjóðlegi Kombucha dagurinn

Kombucha Brewers International

Í dag er í Alþjóðlegi dagur Kombucha haldin og það í fyrsta sinn í sögunni. Dagurinn var staðfestur af Kombucha Brewers International (KBI) í Los Angeles í Bandaríkjunum. KBI eru alheims samtök sem halda utan Kombucha framleiðendur og vernda framleiðslu af þessa magnaða drykkja sem á rætur sínar að rekja 2,000 ár aftur í tímann. 

Allþjóðlegur dagur Kombucha er fyrst og fremst hugsaður til að vekja athygli og dreifa boðskap Kombucha, auka sýnileika þess á mörkuðumi og brúa bilið milli neytenda og framleiðanda.

Undanfarin ár hafa vinsældir Kombucha aukist verulega og hefur drykkurinn fest sig í sessi meðal vinsælustu heilsu drykkja heimsins. Til að undirstrika augjós heilsuáhrif Kombucha eru ófáar dæmi sögur um hvað  Kombucha hefur jákvæð áhrif á bæði meltingu og þarmaflóru fólks.

Vissulega halda margir að Viceman sé genginn af göflunum með því að tala um meltingu og þarmaflóru, enda melting og þarmaflóra eitthvað sem við kjósum síður að tala um og kjósum frekar að tala um hvað styrkir hjartað okkar, heilann eða tilfinningar. 

Sölvi Tryggva

Viceman mælir sérstaklega með fyrirlestrinum “Á eigin skinni” eftir Sölva Tryggvasyni.
Í fyrirlestrinum talar Sölvi meðal annars um samspil andlegrar og líkamlegrar heilsu og hversu mikið við leggjum áherslu á þessi tvö atriði í sitthvoru lagi.

Setur Sölvi þessi atriði í samhengi með því að skilgreina heilsu okkar á tvo veguannarsvegar fyrir ofan háls og hinsvegar fyrir neðan háls. 

Í fyrirlestrinum nefnir Sölvi sérstaklega eitt atriði sem á vel við í þessu samhengi, að mannkynið búi í raun yfir tveimur heilum, annars vegar þeim sem við þekkjum öll og er staðsettur í hausnum á okkur (fyrir ofan háls)  og hinsvegar meltingar kerfið okkar sem virkar á svipaðan hátt á móti (fyrir neðan háls) . 

Þrátt fyrir að melting og þarmaflóra sé ekki eins “trendy” líkamshlutar eins og til dæmis hjartað í okkur þá getur maður auðveldlega spurt sig að því hversu hamlandi það hlýtur að vera fyrir daglegar athafnir að þurfa stöðugt að bregða sér á salernið eða hverfa frá sökum magaverkja. Það er því frekar augljóst hvað kenning Sölva hefur vissulega mikið til síns máls.

Kombucha með krækiberja og engifer bragði frá Kombucha Iceland

Hér á Íslandi búum við svo vel að eiga eitt starfrækt fyrirtæki sem framleiðir Kombucha. Fyrirtækið heitir Kúbalúbra ehf og framleiðir Kombucha frá grunni undir heitinu Kombucha Iceland. Í vöru urvalinu er að finna mismunandi bragð tegundir eins og myntu, appelsínu (glóaldin), rabarbara, jarðarberja og bláberja svo fátt eitt sé nefnt. 

Ástæða fyrir því að Viceman vill vekja athygli á Alþjóðlegum degi Kombucha og í leiðinni nefna Kombucha Iceland í því samhengi er sú að Ragna og Manuel eigendur Kombucha Iceland voru gestir Viceman í hlaðvarps þættinum Í Fljótandi Formi sem má finna í Happy Hour með The Viceman.

I kjölfarið gerði Viceman tilraun með því að skipta út morgun kaffinu fyrir litla flösku af Kombucha. Afraksturinn var í raun nógu mikill til þess að þessi umfjöllun eigi rétt á sér því þetta litla atriði hefur skipt það miklum sköpum að ein lítil flaska af Kombucha hefur síðan þá lagt góðan grunn fyrir daginn í lífi Viceman.   

Hér má sjá skemmtilegt myndband þegar þau Manuel og Ragna fengu Viceman til að vekja athygli á Kombucha í Krónunni úti á granda.  

Fyrir þá sem vilja kynna sér Kombucha enn frekar þá má hlusta á þáttinn með Kombucha Iceland í Happy Hour Hlaðvarpinu. 

Happy Hour er hægt að nálgast á Spotify
Ertu með Iphone? Smelltu hér
Eða öllum helstu hlaðvarps veitum 

Ert þú að fylgja Viceman á Instagram og Facebook?
Gjafaleikir, fróðleikur, uppskriftir og myndbönd
Eða bara til að skyggjast á bakvið tjöldin.

Annað sem fram kom í umfjölluninni:
Mikin fróðleik má einnig lesa á heimasíðu Kombucha Iceland
Lesa meira um Alþjóðlegan dag Kombucha
Nálgast bókina Á eigin skinni eftir Sölva Tryggvason

Instagram:
Kombucha Iceland
Sölvi Tryggva 

Takk fyrir að lesa
Viceman Out!


Instagram

Nýjar greinar

50 bestu barir í heimi

50 bestu barir í heimi Þann 3 október síðsast liðin var gefið út hvaða barir væru á árlegum lista...

Aðalfundur BCI

Mánudaginn 14 oktober var haldin aðalfundur Barþjóna Klúbbs Íslands BCI  þar sem kosið var í stjórn klúbbsins. Að auki var kosinn nýr...
audio

Jónmundur Þorsteinsson

Happy Hour með The Viceman Jónmundur Þorsteinsson | Hristarinn Jónmundur eða...
audio

Þórhildur Kristín

Happy Hour með The Viceman Þórhildur Kristín Lárentínusardóttir | Hristarinn Þórhildur eða Tóta eins og hún...
audio

Ingi Sigurðsson

Happy Hour með The Viceman Ingi Sigurðsson | Íslandsvinurinn Ingi er Íslendingur að uppruna sem fæddist...